Wednesday, March 26, 2008

Sidasta faerslan!

Jaeja godir halsar,
vid erum stodd her a Heathrow flugvellinum i London og erum ad bida eftir flugi med Flugleidum HEIM! Thratt fyrir ad thetta hafi verid otrulegt aevintyri fra byrjun til enda tha verdum vid nu ad vidurkenna ad vid hlokkum ansi mikid til ad hitta mommu, Margreti og afmaelisbarnid Orra i Keflavik i kvold. Mamma og pabbi fra Kroknum koma svo asamt Ingva rokkara a morgun til ad berja okkur augum :)
En svona til ad klara ferdasoguna.... Einar spiladi a Torrey Pines golfvellinum sem er i La Jolla rett hja pabba a manudagsmorguninn. Thegar eg segi morgun tha meina eg i raun nott thvi Einar og pabbi voknudu klukkan half sex og logdu i hann til ad stilla ser upp i rod fyrir rastima ;) Eg sendi moralskan studning fra vindsaenginni a golfinu hja pabba! Thad er thannig ad thetta er svo finn vollur ad thad er ekki haegt ad panta rastima ef madur er ekki medlimur. Menn verda bara ad maeta og svo er opnad fyrir skraningu vid solaruppras! Magnad alveg hreint. Their voru maettir tharna tengdafedgar upp ur sex og Einar var svo kalladur upp rett fyrir atta. Thess ma til gamans geta ad Torrey Pines er vollurinn thar sem US Open motid verdur haldid i ar og er undirbuningur fyrir motid nu thegar hafinn. Einar getur thvi horft a motid i sumar med allt odru hugarfari og borid arangur keppenda saman vid sinn. Fyrr i vetur var Buick Invitational motid haldid tharna (sem Tiger Woods er ad sjalfsogdu buinn ad vinna sidustu ar!) Pabbi og mamma fundu thennan voll thegar thau komu til La Jolla i vetur og bentu Einari a hann. Einari thotti vaegast sagt ekki leidinlegt ad spila tharna!!
Eftir godan morgunmat forum vid pabbi svo og sottum Einar og vid forum oll saman i biltur. Skelltum okkur a mynd um Grand Canyon i IMAX theatre sem var mj0g god. Eftir thad forum yfir til Coronado Island og horfdum yfir a San Diego. Vid gatum audvitad ekki bara horft a San Diego heldur forum vid lika thangad i skodunarferd, nanar tiltekid i gamla baeinn thar. Thad var mj0g skemmtilegt. Einna minnistaedast verdur tho ad teljast thegar vid vorum inni i einni budinni i gamla baenum og heyrum allt i einu einhvern kalla a Einar med frekar ameriskum hreim. Thad var tha einn af medspilurum hans fra thvi fyrr um daginn a golfvellinum. Godur svipur a Einari thegar hann heyrdi nafnid sitt kallad tharna i midri San Diego ;)
Vid bordudum svo kvoldmat a mexikonskum stad og endudum svo i afsloppun i ibudinni hans pabba.
Daginn eftir voknudum vid svo snemma og forum i ljosmyndaleidangur i La Jolla. Pabbi keyrdi med okkur upp a fjall tharna i baenum en thadan sa madur mjog vel yfir svaedid. Vid forum svo og myndudum seli i bak og fyrir.

Pabbi keyrdi okkur sidan ut a flugvoll um hadegisbilid og vid forum i loftid klukkan fimm ad stadartima i LA. Mer reiknast ad thad hafi verid fyrir um solarhring sidan. Vid erum ordin ansi threytt nuna, enda buin ad vera vakandi i um 30 klukkustundir.

Vid komum svo til London um 10 leytid um morguninn ad stadartima her og t0ldum okkur alveg nogu hress til ad skella okkur inn til London (enda um 12 klukkustundir i naesta flug) Vid komum farangrinum fyrir i geymslu, fundum okkur lest og vorum maett a Paddington station um hadegid (hittum Paddington bangsa thar ad sjalfsogdu) Eftir ad hafa fengid okkur ad borda og kaffibolla vorum vid hinsvegar alveg eins og draugar og gafumst upp a London spoki. Forum bara til baka a flugvollinn og hofum reynt ad dotta til skiptis a hinum ymsu stolategundum her a vellinum (vid misgodan arangur!)

Jaeja, nu thurfum vid bara ad skella okkur ut a hlidi. Takk fyrir ad hafa fylgst med okkur i thessu ferdalagi :) Spurning hvad vid gerum naest......

Kvedja,
Gudrun og Einar

Sunday, March 23, 2008

LA og La Jolla

Sæl öll,
nú erum við komin til La Jolla til pabba eftir að hafa verið í tvo daga hjá Steinari í Los Angeles. Við lentum á flugvellinum í LA um miðjan dag á föstudaginn eftir að hafa flogið í 11 klukkustundir um nóttina. Við fórum beint í skoðunarferð með Steinari og þar hófst þvílíkt matarprógramm. Við byrjuðum í Beverly Hills á ítölskum veitingastað þar sem við fengum humar ravioli og frábæran antipasti disk. Eftir að hafa troðið okkur í gegnum hóp paparazzi ljósmyndara sem höfðu frétt að við værum á svæðinu komumst við nú samt út í bíl aftur (aumingja Christina Aguilera sem var þarna á gangi með eiginmanni sínum var örugglega leið yfir því hvað ljósmyndaranir höfðu mikinn áhuga á okkur..... eða kannski ekki) Eftir þetta fórum við á frábæran sushi stað sem heitir Matsuhisa og var fyrsti staðurinn sem Nobu Matsuhisa opnaði áður en hann opnaði svo Nobu staðina sem eru heimsfrægir sushi staðir. Maturinn þar var vægast sagt ótrúlegur. Steinar pantaði fyrir okkur hina ýmsu framandi rétti allt frá nokkrum tegundum af túnfisk sashimi yfir í ígulker, skötuselslifur og japanska fjallakartöflu sem var rifin niður í froðu. Merkilegastar verða þó að teljast kæstu sojabaunirnar sem Steinar panaði en með þeim vorum við Einar úr leik í ævintýrasushibransanum, heldur frumlegt kannski ;) Við enduðum svo matarupplifunina þann daginn á frönskum veitingastað þar sem við drukkum espresso og borðuðum créme brulé og tvær tegundir af búðing. Á leiðinni heim stoppuðum við í vínbúð sem Steinar þekkir vel og eigandinn þar valdi fyrir okkur rauðvín sem við kynntum okkur fyrir svefninn.

Á laugardeginum prófuðum við fjórar tegundir af hamborgurum (deildum einum fjögur saman á hverjum stað), kynntum Einar fyrir almennilegum donuts, fengum okkur kaffi og möffin, borðuðum franskt bakkelsi (meðal annars bestu möndlu croissants sem við höfum smakkað)hvítlauks naan brauð, apríkósulamb og risarækjur í forrétt á indverskum veitingastað en aðal matur kvöldsins var svo á tælenskum stað þar sem Steinar valdi nokkra forrétti fyrir okkur til að smakka. Þetta var alveg frábært. Á milli þess sem við borðuðum frábæran mat skoðuðum við stjörnurnar á Hollywood Boulevard, skelltum höndunum í steypuförin fyrir utan Chinese Theatre, tókum myndir af Hollywood skiltinu, fórum í Apple búðina, skoðuðum (og keyptum) bækur í Barnes and Nobles og misstum vitið í Amoeba record store þar sem hægt var að kaupa alla þá diska eða plötur sem manni dettur í hug og mikið úrval er líka af notaðri vöru á góðu verði. Þetta var ótrúlegur staður! Við kynntum okkur high definition gæði í sjónvarpsbúð og Einar keypti sér tölvuleiki fyrir nýju Playstation tölvuna sem hann fékk í jólagjöf en hefur nú ekki ennþá fengið að prófa :) Steinar og Sid stóðu sig þvílíkt vel í að kynna okkur svæðið og við vorum sátt og glöð þegar við fórum að sofa í gær.

Í dag vöknuðum við og skelltum okkur í morgunmat í súkkulaðibúð þar sem við gæddum okkur á heitu súkkulaði og konfekti (alvöru morgunmatur!) Við fórum svo í Whole Foods búðina þeirra feðga sem er vægast sagt rosaleg! Þetta er ótrúlegur staður þar sem allt er til þar með talið yfir 280 tegundir af súkkulaði og yfir 200 tegundir af konfekti. Það er meira að segja hægt að kaupa súkkulaðibjór þarna. Fyrir utan úrvalið af matvöru, snyrtivöru, heilsubótarefnum og fatnaði er líka gott úrval af mat sem hægt er að borða á staðnum.
Við fórum svo í kaffi á franskan stað og gæddum okkur á croissants og pan au chocolate áður en við renndum af stað til La Jolla til að hitta pabba.

Við borðuðum svo öll saman kvöldmat hér í La Jolla á veitingastað sem heitir Crab Catcher en pabbi var búinn að panta borð með útsýni yfir ströndina og sjóinn. Við fengum ótrúlegan mat, humar, steik, krabba, rauðvín og hvítvín en allt byrjaði þetta nú með góðum kokteil :) Við löbbuðum svo og fengum okkur ís á stað þar sem maður velur sér fyrst ístegund og síðan það sem maður vill fá saman við ísinn en þetta er svo allt hnoðað saman með sleif á kaldri plötu. Rosalega gott!

Í fyrramáli ætlar Einar svo að fara og kynna sér Torrey Pines golfvöllinn hérna nálægt pabba. Steinar og Sid eru farnir heim og við sitjum hérna þrjú og slöppum af fyrir svefninn.

Við komum heim seint á miðvikudagskvöldið.

Góða nótt,
Guðrún

Wednesday, March 19, 2008

Komin til Auckland

Ferdin til Auckland gekk vel og erum vid buin ad koma okkur fyrir a gistiheimili i midbaenum. Utsynid okkar er frabaert, beint a Skytower sem er adal merki Auckland.

Vid erum buin ad kikja a frabaert saedyrasafn, fa okkur drykk a bar sem var allur ur klaka (glosin lika!), drekka kaffi a tveimur Starbucks, borda kleinuhringi a Dunkin Donuts, borda sushi af faeribandi sem ferdadist umhverfis kokkanna, skoda utsynid ur turninum og svo framvegis. A morgun aetlum vid svo ad kikja i dyragard, fara i Auckland museum, skella okkur i ferd med turista rutu og athuga med batsferd. Talandi um Dunkin Donuts ( fyrir thau ykkar sem thekkja thann stad ekki) tha var thad einn uppahalds stadur okkar systra i Boston og forum vid oftar en einu sinni med vasapeninginn okkar thangad og keyptum okkur einn kleinuhring a mann, eg med vanillukremsfyllingu og Margret med sukkuladikremsfyllingu. Eg hoppadi haed mina i lofti thegar eg rakst a thennan stad her og nu hefur Einar formlega gengid i klubb addaenda :) Thad ma lika til gamans geta ad vid Margret forum a Dunkin Donuts i Barcelona thegar Margret var a Spani og mig minnir nu ad reglan um einn a mann hafi ekki gilt i thad skiptid!! Hahahahahhaha.

Vid leyfum ykkur ad fylgjast med afram enda litum vid thannig a ad allir seu ad springa ur spenningi ad vita hvad vid erum ad gera!!

Kvedja,
Gudrun og Einar



Ps. Vid settum inn myndir sem vid fundum a netinu af turninum eins og hann litur ut nuna ut um gluggann hja okkur (thad er ordid dimmt) og svo af borginni sjalfri. Thad er haegt ad fara efst upp i turninn og stokkva nidur tengdur i vira. Vid vorum ordin vodalega brott med ad vid gaetum thetta nu orugglega thegar vid vorum buin ad horfa nedanfra a nokkra stokkva. Thegar vid forum svo upp a utsynishaedina, sem er ekki eins hatt uppi og stokkid sjalft, skiptum vid snarlega um skodun! Vid treystum okkur varla til ad stiga ut a plexiglers glugganna i golfinu sem eru hannadir til ad madur geti horft nidur! Vid erum svo miklir toffarar!
Margret, thessi mynd er bara fyrir thig!! G.

Tuesday, March 18, 2008

Kveðjum Christchurch

Jæja, þá er komið að því. Við erum á leiðinni út á flugvöll en þaðan munum við fljúga til Auckland sem er ofarlega á norður eyjunni. Við verðum í Auckland í einn dag og fljúgum svo til pabba, Steinars og Sid í LA. Við verðum þar fram yfir páskahelgina og leggjum svo í hann heim :)

Takk fyrir að lesa bloggið okkar og setja inn athugasemdir. Það var alltaf jafn gaman að sjá þær og gott að vita að það var verið að fylgjast með okkur :)

Bestu kveðjur,
Guðrún og Einar

Monday, March 17, 2008

Fiordland á kayak

Jæja, þá er það nýjasta ferðasagan.
Við lögðum af stað héðan frá Christchurch eftir kennsluna síðasta þriðjudag en komum reyndar við í hádegismat og kvöddum Sirrý og Bjartmar sem voru að leggja af stað í ferðalag um norður eyjuna áður en þau fara heim. Við borðuðum á kaffihúsi sem heitir Picasso cafe (minnir mig) en þar voru sætin öll klósett ;)

Við brunuðum svo í suðvestur og komum til Te Anau eftir ca 9 klst keyrslu. Í Te Anau gistum við á dádýrabúi og komumst að því um nóttina að þessi dýr baula ótrúlega hátt! Við vöknuðum á miðvikudagsmorgunin rétt fyrir klukkan sex og brunuðum í vesturátt til Milford Sound. Við eyddum deginum þar á kayak í hóp með leiðsögumanni og 6 öðrum. Við fengum frábært veður og töldum okkur bara ótrúlega heppin þar sem það rignir 3 daga af 4 í Fiordland meiri hlutann af árinu!

Við gistum svo aftur á dádýrabúinu og létum gólin í dýrunum svæfa okkur.
Á fimmtudeginum vöknuðum við svo klukkan hálf sex og lögðum af stað inn í bæinn í Te Anau. Við skildum bílinn eftir á sérstöku bílastæði þar sem fylgst var með honum (fólkið sem bar ábyrgð á þessu bílastæði bjó á því og stofugluginn þeirra vísaði út á stæðið!) Við vorum síðan sótt þangað af leiðsögumanninum okkar og sóttum restina af hópnum okkar með henni. Við keyrðum svo öll saman til Manapouri þar sem við lögðum af stað í bátsferð yfir Manapouri vatnið sem var um klukkustund á lengd. Frá Manapouri vatninu liggja tvö stór rör og í gegnum þau bunar vatn þaðan yfir í Doubtful Sound fjörðinn. Með þessu vatni er búin til orka en 90% hennar er notuð til að skaffa álveri rétt hjá orku. Restin fer svo til almennings. Fyrra rörið og virkjunin voru byggð á sjöunda áratugnum og eins og gefur að skilja eru mjög skiptar skoðanir á þessu hér á landi (sérstaklega þar sem meiri hluti orkunnar fer í álverið). Seinna rörið var svo sett upp árið 2002.
Vegna þessa flæðis frá vatninu yfir í Doubtful Sound er ansi þykkt lag af fersku vatni sem liggur ofan á saltvatninu þar og gerir vatnið ískalt.

Eftir bátsferðina yfir Lake Manapouri vorum við svo flutt í lítilli rútu yfir hæðina og yfir í Doubtful Sound. Við skelltum dótinu okkar í kayakanna, skiptum yfir í blautbúninga og lögðum af stað í seinni kayakferðina okkar. Við rérum í um 5 - 6 klukkustundir fyrri daginn og gistum í tjöldum um nóttina. Sandflugurnar tóku vel á móti okkur hér eins og í Abel Tasman en við töldum okkur vera ansi vel undirbúin núna þar sem við vorum með skordýravörn með okkur. Við mökuðum henni vel á ökkla, handleggi og hálsinn og vorum frekar ánægð með okkur. Það fór nú ekki betur en svo að þegar við skiptum úr blautbúningunum yfir í venjulegu fötin um kvöldin (sem tók örfáar mínútur) réðust þær allsvakalega á okkur og náðu að þekja mann ansi vel með bitum á kroppnum og aðeins á andlitinu. Kláðastríðið byrjaði svo aftur um nóttina.

Seinni daginn rérum við áfram um Doubtful Sound og á enduðum svo aftur þar sem við byrjuðum daginn áður. Veðrið lék við okkur eins og í Milford Sound og við sáum ekki einn regndropa sem þykir stórmerkilegt. Landslagið þarna í Fiordland er hreint út sagt ótrúlegt og við setjum inn nokkrar myndir til að þið fáði einhverja hugmynd um það hversu stórfengleg fjöllin eru. Við rákumst á mörgæsir, seli, fiska sem stukku uppúr vatninu og fullt af fallegum fuglum.

Í lok seinni dagsins í Doubtful Sound fórum við svo sömu leið til baka með rútunni og bátnum og náðum í bílinn okkar í Te Anau. Þaðan brunuðum við yfir í Queenstown þar sem við gistum um nóttina.
Morguninn eftir vöknuðum við snemma og Einar dreif sig í golf á einum besta golfvellinum hér á Nýja Sjálandi. Ég tók hlutverk mitt sem golfekkja mjög alvarlega og byrjaði á því að keyra inn í bæinn og ná mér í stóran Starbucks bolla. Eftir það fór ég í þvílíka dekur fótsnyrtingu á golfvallarsnyrtistofunni og endaði á kaffihúsi vallarins með hvítvínsglas, risastóran ostabakka og Vogue og beið mannsins míns eins og hinar kerlurnar! Frekar fyndin upplifun :)

Við keyrðum svo aftur til baka til Christchurch og sofnuðum sæl og glöð á laugardagskvöldinu. Það verður að viðurkennast að við sváfum aðeins lengur en til sex á sunnudagsmorguninn eftir þetta allt saman.
Ég kláraði rannsóknarvinnuna mína á sunnudaginn og á núna bara eftir að taka niðurstöðurnar aðeins saman. Eyddi síðan deginum í dag á sjúkrabílnum. Það er svo síðasti dagurinn minn á slysadeildinni á morgun en Einar keppist við að klára helstu vellina hér á þessum síðustu dögum.

Við erum annars farin að hlakka ansi mikið til að koma heim, við lendum 26. mars í Keflavík :)
Guðrún og Einar
















Saturday, March 15, 2008

Komin aftur til Christchurch

Við erum sem sagt komin aftur úr ferðinni okkar sem var frábær. Við vorum reyndar að enda við að snúa íbúðinni og bílnum á hvolf.... Það var þannig að passinn hans Einars fannst allt í einu ekki. Ég tók þá báða með í ferðina ásamt tryggingarupplýsingum fyrir okkur eins og alltaf þegar við erum í einhverjum svona ferðum. Ég kom þessu sérlega vel fyrir öllu saman og tók þá frá þegar við fórum í kayakferðina sjálfa. Hafði þetta nú samt þannig að hægt væri að finna pasanna í bílnum okkar ef eitthvað kæmi upp á. Þegar við vorum að ganga frá dótinu og skipta í bunka í það sem átti að fara með og það sem átti að verða eftir í bílnum hefur passinn eitthvað fært sig til. Hann lenti í "snakk og kex sem á ekki að fara með heldur verða eftir í bílnum" bunkanum og var mjög vel komið fyrir ofan í litlum pappakassa innan um litla snakkpoka og slíkt. Við tókum eftir því í morgun að passinn var ekki á sínum stað þegar við kíktum í töskuna sem varð eftir í bílnum. Kenndum því bara um að ég væri orðin rugluð og passinn væri bara í Christchurch (þegar við vorum búin að rífa allt upp úr töskunni og allt út úr skottinu á bílnum) Eftir komuna aftur hingað var heldur betur leitað í ÖLLU! Örvæntingarfull og þreytt eftir að hafa ruslað svona til hentum við okkur í sófann og gripum um höfuðið.... En þegar Einar hallaði höfðinu niður blasti við honum ansi pattaralegur lítill kassi, fullur af dóti og það eina sem hafði ekki verið rifið í frumeindir í íbúðinni.... og viti menn, þar var passi litli. Okkur líður mun betur núna en höfum enga orku í að skrifa um ferðina ;)

Hef ég nokkuð sagt ykkur frá því þegar Einar týndi veskinu sínu rétt áður en við fórum norður til að vera við ferminguna hans Ingva?? Og Ingvi fékk auka glaðning í pakkanum sínum frá okkur! Ég verð að passa mig, Einar gæti bara pakkað mér ofan í kassa.... Þið vitið hvar á að leita ef ég finnst ekki einhvern daginn :) Það er best að ég lesi þennan hluta af færslunni ekki upphátt fyrir Einar, hahahahahahaa!!

Þangað til á morgun.
Rympa á ruslahaugnum

Monday, March 10, 2008

Næsta ferð...

Við erum að leggja af stað í ferðalag á morgun eftir hádegi (og eftir kennsluna á sjúkrahúsinu). Keyrum til Te Anau og gistum þar næstu nótt. Á miðvikudaginn keyrum við svo til Milford Sound þar sem við leggjum af stað í eins dags kayakferð um svæðið. Við gistum svo aftur í Te Anau. Á fimmtudagsmorguninn verðum við svo sótt klukkan 6 um morgunin og flutt til Doubtful Sound þar sem við leggjum af stað í tveggja daga kayakferð. Við keyrum svo til baka á laugardaginn. Gætum þurft að stoppa á einum golfvelli þar sem það er víst sérstaklega huggulegur völlur nálægt Queenstown ;) Sjáum til með það.

Set hérna inn hlekki á heimasíður fyrir Fiordland þjóðgarðinn þar sem Milford Sound og Doubtful Sound eru. Það er hægt að smella á nöfnin á hverjum stað til að skoða hann nánar.

Verðum í sambandi þegar við komum til baka.

http://www.fiordland.org.nz/
heimsóknir