Thursday, January 3, 2008

Fyrsta færslan...

Jæja, þá er það frumraunin okkar beggja í bloggskrifum :) Við erum loksins komin hingað til Nýja Sjálands, eftir margra mánaða bið. Það gekk á ýmsu á leiðinni hingað og byrjaði ferðalagið með 5 klukkutíma seinkun í Keflavík sökum veðurs. Vegna þessa misstum við af flugvélinni í London til Los Angeles, vélinni þaðan til Nýja Sjálands og innanlandsfluginu hér. Við enduðum á því að fljúga frá London til Hong Kong og þaðan til Auckland (á Nýja Sjálandi) og frá Auckland hingað til Christchurch. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig fyrir utan það að við komuna hingað til landsins uppgötvaðist að golfsettið hans Einars hafði orðið eftir í London (flugvélin var víst of hlaðin farangri til að settið kæmist með!)


Fyrstu dögunum höfum við aðallega eytt í að berjast við tímamismunin, vöknum almennt klukkan sex á morgnanna og erum farin að berjast við augnlokin um sjöleytið á kvöldin. Íbúðin sem við fengum er mjög fín og við erum búin að fara í góða göngutúra um hverfið og líkar bara vel.


Í dag fórum við svo í skoðunarferð um dýragarð hérna fyrir utan borgina og endum á því að setja nokkrar myndir inn af þeim sem við hittum þar. Ég byrja svo í verknámi mínu á sjúkrahúsinu eftir helgina og Einar (sem fékk golfsettið sitt í gær) mun fara og skoða golfvellina hér á svæðinu þá.


Þar til næst, hafið það sem allra best :)


Guðrún og Einar









2 comments:

Anonymous said...

Fyrstur að kommenta!! Hlakka til að fylgjast með!

Anonymous said...

Ég lenti einmitt líka í þessum leiðinda seinkunum núna um jólin.

Ekki það skemmtilegasta þegar svona seinkanir hafi keðjuverkanir.

heimsóknir