Hér á Nýja Sjálandi er 15. janúar í dag sem er afmælisdagurinn hans pabba. Við óskum pabba því til hamingju með daginn og vonum að hann hafi það sem best í dag :)
Það eru annars komnir nokkrir dagar síðan við skrifuðum síðast. Á föstudeginum fórum við á kayak niður ánna hérna í Christchurch. Það var ljúft og gott veður og við nutum þess í botn að vera í bátunum.
Það var mjög heitt hérna um síðustu helgi, fór yfir 30 gráður. Við áttum í smá erfiðleikum með þennan hita og gerðum nú bara lítið á laugardeginum. Ég var líka á nætuvakt aðfaranótt laugardagsins þannig að ég svaf fram eftir degi. Einar fór í golf en gafst upp þegar tvær holur voru eftir vegna þess hversu heitt var. Á sunnudeginum fórum við á brimbretta námskeið hérna í Christchurch. Þetta var vægast sagt spaugilegt allt saman. Við vorum þarna fjögur að brasa við það að standa á fætur á brettunum en enduðum langoftast á hvolfi ofan í vatninu að berjast við það að fá brettið ekki í höfuðið. Þetta var samt mjög skemmtilegt og við ætlum án efa að fara aftur í þetta.
Í gær fórum við upp á fjall hérna við borgina með kláf (eða gondola eins og þetta heitir hér) en þetta var rúmlega 900 metra ferð upp á við. Útsýnið þarna uppi var frábært og gaman að sjá yfir í bæina hinum megin við fjöllin. Við fengum okkur kaffi á veitingastað þarna uppi og höfðum það notalegt. Á leiðinni til baka rákumst við á mini golf völl og skelltum okkur að sjálfsögðu einn hring. Það kemur víst fæstum á óvart að Einar vann aftur en það er þó skemmtilegt að nefna að við Sirrý og Bjartmar fórum öll holu í höggi og golfarinn er þannig eini í hópnum sem hefur ekki afrekað þetta síðan við komum hingað út. Það verður þó að viðurkennast að hann spilaði ögn stöðugara golf en við hin sem fórum holurnar allt frá einu höggi upp í 16 (hmmm Bjartmar!!)
Í gærkvöldi grilluðum við svo í Hagley Park sem er stór garður hérna í borginni og skemmtum okkur konunglega fram eftir kvöldi.
Í dag er fyrirhugað að fara á æfingasvæðið og slá nokkrar kúlur (athugið að ég ætla með Einari að æfa mig!) og seinnipartinn leggjum við í hann til Akaroa þar sem við gistum í nótt. Í fyrramáli erum við búin að panta (já, við pöntuðum fyrirfram!) siglingu og sund með höfrungunum þarna fyrir utan.
Við setjum hérna inna nokkrar myndir frá síðustu dögum en myndirnar frá brimbretta námskeiðinu koma seinna þar sem við þurfum að fá þær frá Sirrý og Bjartmari.
Komum næst með fréttir af höfrungasundinu.....
Kveðja,
Guðrún brimbrettasnillingur
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
No comments:
Post a Comment