Saturday, January 5, 2008

Ströndin, minigolf og mörgæsir

Jæja, við höfum dundað ýmislegt síðan síðast....
Byrjuðum á því að fara á ströndina í gær með Sirrý og Bjartmari (sem eru ferðafélagar okkar) í þessu líka fína veðri. Það var heldur fínt ef eitthvað er þar sem sólin skildi eftir sig merki víðsvegar á hvítum íslenskum kroppunum þrátt fyrir bað í sólarvörn nr 30. Við teljum okkur þó hafa sloppið merkilega vel en lítum út eins og spennandi landakort þar sem það virðast hafa verið helgidagar í sólarkreminu hingað og þangað.

Eftir strandarferðina fórum við svo í minigolf og þrátt fyrir að golfarinn hafi nú haft vinningin í hópnum má nefna að Guðrún fór tvisvar holu í höggi (og dró að sjálfsögðu upp Team Hjarðó bolinn til að merkja stundina!) og Bjartmar einu sinni (vísa í myndir hér fyrir neðan!) Þetta var heljarinnar minigolf völlur með sjóræningja þema og mátti maður hafa sig allan við í tilraun sinni við að koma kúlunni yfir hæðir og hóla, í gegnum ýmiskonar göng og framhjá tunnum og fleiru. Sólin náði aðeins að sleikja okkur áfram á meðan við vorum í þessu þar sem hitinn var gríðarlegur og blankalogn.

Eftir skemmtilegan dag enduðum við á skemmtilegum kínverskum veitingastað, undirstrika skemmtilegum þar sem ekki var alveg ljóst hvað við vorum að borða og bragðið aðstoðaði lítið í þeim málum. Ekki besti kínverski matur sem við höfum fengið.
Í dag fórum við á stóran markað sem er alla sunnudaga hérna aðeins fyrir utan miðbæinn. Þar mátti finna ýmiskonar ferska ávexti, grænmeti, hnetur, nammi, mat frá ýmsum löndum, gömul föt, húsgögn og garðálfa svo eitthvað sé nefnt.
Eftir markaðinn fórum við svo í Antarctic center þar sem við veifuðum litlum bláum mörgæsum og kynntum okkur málin á suðurpólnum.
Í kvöld höfum við svo boðið Sirrý og Bjartmari í mat og styttist í komu þeirra.

Við kveðjum því að sinni.

G + E

ps. máttum til að bæta inn einni mynd af okkur að borða morgunmat á svölunum....















3 comments:

Anonymous said...

Halló halló litlu rauðnefjar! :)
við erum hérna heima í hjarðarlandi, höfuðstöðvum team hjarðó að pakka til að geta sent næsta holl út í heim! Mamma og pabbi raða ofan í töskurnar á meðan ég (margrét) set upp msn, skype, webcam og þessar helstu nauðsynjar í fartölvurnar. Frópessorinn gerði sér fyrir og fjárfesti í nýrri fartölvu fyrir utanlandsferðina...
Í kvöld ætlum við svo að spóka okkur í kaupstaðnum og kíkja á vin okkar Ask á Suðurlandsbrautinni...
Jólin kláruðust í dag og því mætti halda að við myndum taka niður jólatréð eftir ca. viku ef marka má síðastliðin ár, en NEEEIII, við tókum það niður í GÆR og hentum því út á götu í þeirri veiku von að einhver muni koma og sækja það! Bendum á að við vorum fyrst í götunni til að henda trénu út!!! :)
Gangi ykkur vel í dag (7.jan) í vinnunni og á golfvellinum! Sjáumst á skype vonandi á næstu dögum...
(betri?) helmingur team hjarðó.. nei djók!

Anonymous said...

Halló, vitiði hvað? Við pabbi höfum opnað bloggsíðu sem heitir blog.central.is/siggahoskuldur

Kíkið á það.

Kveðja mamma

Anonymous said...

Hahaha, ég sé að púttsveiflan hans Einars hefur ekkert lagast við ferðalagið! Gott að sjá að þið eruð við hestaheilsu.

kv. Gunnar Ingi

heimsóknir