.jpg)
Við teljum að okkur beri skylda til að fræða ykkur aðeins um garðinn. Þetta svæði var gert að þjóðgarði árið 1942 þegar einn af íbúunum þar gerði það að sínu sérverkefni að vernda svæðið. Það höfðu nefnilega vaknað hugmyndir um að leggja hraðbraut meðfram ströndinni en íbúum þarna líkaði þetta einstaklega illa. Þessi kona fékk drottninguna í lið með sér og á endanum var svæðið friðað. Enn í dag er ekki hægt að komast að garðinum á bíl, eingöngu gangandi eða með bát/kayak. Garðurinn er skírður eftir Abel Janszoon Tasman, hollenskum kaupmanni og landkönnuði sem er talinn hafa fundið Nýja Sjáland, fyrstur evrópubúa. Þegar Tasman og hans menn komu í land sáu Márarnir sem voru nú þegar á landinu þá og vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að taka þeim. Sagan segir að Márarnir hafi komið til evrópubúanna og dansað Haka dansinn (bardagadansinn sem við höfum áður nefnt) til að athuga hvort áhugi væri á bardaga. Þar sem Tasman og félagar vissu ekki hvað þessi dans þýddi sungu þeir bara á móti í staðinn fyrir að svara með því að taka upp sand og leggja á jörðina, sem hefði þýtt að þeir vildu frið. Márarnir tóku þessu sem ósk um bardaga og komu aftur um nóttina á bátum og drápu nokkra af evrópubúunum en restin flúði. Abel Tasman og hans menn voru þannig mjög stutt á Nýja Sjálandi en samt er ansi margt á landinu skírt í höfuðið á honum (auk þjóðgarðarins Tasman jökullinn, Tasman vatn, Tasman áin, Tasman fjallið, Tasman fjörður, Tasman fylkið og svo sjórinn umhverfis landið).
Garðurinn er mjög fallegur, prýddur ótrúlegu magni af gróðri og trjám, hvítum ströndum, grænbláu vatni, selum, allskonar fuglum, mörgæsum og einstaka höfrungi. Það má til gamans nefna að ein af ströndunum þarna, Te Pukatea ströndin, er talin vera sjöunda fallegasta strönd í heimi. Við getum svo sem alveg samþykkt það!
.jpg)
Við fórum frá Marahau þar sem við hittum leiðsögumanninn okkar, Stu frá Írlandi. Með okkur í hóp voru svo James frá Bretlandi, Debra frá Suður Afríku (alin upp á Bretlandi) og Suzannah frá Þýskalandi. Það var þannig hress og kátur hópur evrópubúa sem hóf förina um þjóðgarðinn, tilbúin að rífa upp sand og skella í jörðina ef Márarnir yrðu á vegi okkar! Við rérum u.þ.b. 3 klst á dag, fórum í góðar göngur, fræddumst um svæðið með aðstoð Stu og skoðuðum seli og fugla. Við gistum tvær nætur í tjaldi og vorum eina fólkið í garðinum sem hafði ekki vit á því að vera með vasaljós með sér. Það var því ansi snúið að komast um þegar dimma fór, svo ekki sé talað um að komast á klósettið á nóttunni þar sem tré og steinar þvældust ansi mikið fyrir. Við gerðum okkur nú ekki alveg grein fyrir því strax afhverju við hefðum ekki lent í svona brasi áður í útilegu en það rifjaðist fljótt upp fyrir okkur að í þau skipti sem við hefðum sofið í tjaldi hefði nú líklegast verið mun bjartara úti enda að sumri til á Íslandi J Við fengum því lánað vasaljós seinni nóttina. Við fengum frábæran mat alla ferðina, til dæmis camenbert, ólívur, grillaða banana, pönnukökur, kjúklingabringur, fullt af fersku grænmeti, fínustu spægipylsu, pitur, hrærð egg, möffins, pressukaffi, bjór og fleira og fleira. Við fengum líka allan búnað fyrir kayakanna auk svefnpoka og tjalds. Það fór sko ekki illa um okkur.
.jpg)
.jpg)
Síðasta daginn í Abel Tasman fórum við síðan hlaupandi frá Anchorage til Marahau en þetta er um 4 klst ganga. Sirry og Bjartmar tóku dótið okkar með sér á bát til baka. Við hlupum þetta á 1 klst og 40 mín með tilheyrandi tognunum og þess háttar.
Það eina sem má í raun setja út á ferðina voru kynni okkar af flugum sem heita sandflugur. Þetta eru litlar svartar flugur, aðeins stærri en mýflugur, sem hafa unun af því að stinga mann. Við komum ansi illa bitinn til baka úr ferðinnni, hvort með yfir 30 bit á hvorum fótlegg, auk annarra bita á handleggjum og dreift um skrokkinn. Kláðinn er ólýsanlegur!
Þar sem þetta er orðin heljarinnar ritgerð hugsa ég að ég setji inn lýsingar á restinni af ferðinni næst :) Ég vil nú ekki að fólk gefist upp á að lesa það sem ég skrifa..... kannski eru allir hættir fyrir löngu!
Kveðja,
Guðrún
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
2 comments:
Frábært að heyra frá ykkur og greinilega geggjuð ferð.
Guðrún þér hefði sko verið óhætt að skrifa helmingi meira! Þú ert mjög skemmtilegur penni.
vonandi sleppiði við fleiri flugnabit.
bestu kveðjur frá okkur öllum í þorpinu
Ég er ekki búin að gefast upp. Viðurkenni samt að ég skoða fyrst myndirnar og les svo seinna þegar ég nenni :)
Þetta hefur greinilega verið æðisleg ferð. Ég elska að fara á kayak. Held að það sé kannski einum of mikið að ætla sér að fara í kring um Ísland á svoleiðis græju en veit um fólk sem hefur farið um Vestfiðina. Það er alveg gerlegt og örugglega geðveikt gaman. Þar er allavega ótrúleg náttúrufegurð.
Pannt fara með í þá ferð :)
Kv. Erla.
Post a Comment