Í morgun vöknuðum við svo snemma og fórum út á bát fyrir utan Akaroa. Tilgangurinn með þessari bátsferð var að finna litla sjaldgæfa höfrunga sem heita Hector höfrungar. Það átti þó ekki að láta það duga að horfa á þá heldur vorum við klædd í blautbúninga og vopnuð snorkle grímum til að skella okkur út í vatnið til þeirra og busla með þeim. Þetta heppnaðist ótrúlega vel. Við fundum hóp eftir hóp af þessum skemmtilegu litlu dýrum (þeir verða mest 140 cm á lengd) og eyddum heilmiklum tíma í vatninu með þeim. Við vorum með vatnsheldar einnota vélar með okkur og fórum með þær í framköllun í dag. Við vonum að það hafi komið einhverjar myndir út úr þessu öllu til að þið getið séð þessi mögnuðu dýr! Þetta var í heildina algjörlega ólýsanleg upplifun og klárlega eitt það skemmtilegasta sem við höfum nokkurn tíma gert. Eftir þetta allt saman sigldum við um svæðið og skoðuðum hella og fleira sem eldgos fyrri tíma höfðu búið til en þess má til gamans geta að Akaroa svæðið myndaðist allt í eldgosi.
Á leiðinni heim litum við inn í mjög skemmtilegan garð við The Giants House (Hús risans) og var sú skoðunarferð eins og að stíga inn í ævintýri. Ég var í einhverjum vandræðum með myndavélina í garðinum og sumar myndirnar urðu yfirlýstar. Við setjum inn nokkrar góðar til að þið fáið smá hugmynd um fígúrurnar sem við rákumst á :)
Það eru svo vaktir næstu daga á slysadeildinni en svo er aldrei að vita hvað við tökum okkur fyrir hendur!
Bestu kveðjur
Guðrún og Einar
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
3 comments:
Frábærar myndir - ég sendi ykkur svo bráðum myndir af Tinna hérna í kengúrugírnum!
Hann hvarf reyndar áðan (ofan í holu) hann bjó sér nefnilega til snjóhús! snillingur...
Halló krakkar, en gaman að heyra frá ykkur. Það er aldeilis nóg að gera hjá ykkur. Voruð þið ekkert hrædd við þessa höfrunga?
Við erum byrjuð að lesa og vinna hér við pabbi, en förum út seinni partinn niður að sjó til að hlaupa. Frábært veður...
Kveðja
mamma
Hvernig er það, átti þetta ekki að vera vinnu- og þjálfunar- og lærdómsferð þarna til Nýja Sjálands? Er þetta bara einhver leikur og almennt spók? ;-)
Bið að heilsa
Pabbi (H)
Post a Comment