Thursday, January 10, 2008

Akaroa

Jæja þá erum við komin á bíl. Einar og Bjartmar fóru í leiðangur á meðan við Sirrý tókum fyrstu vaktina á slysadeildinni og prúttuðu á bílaleigum. Það tíðkast nú ekkert endilega hérna að bílaleigubílar séu af nýjustu gerð eins og heima. Við fengum besta tilboðið á Nissan Bluebird, 1999 árgerð og rúntum nú um Christchurch, vinstra megin á veginum, á þessari drossíu!

Fyrsta daginn sem við höfðum bílinn fórum við öll saman í bíltúr til Akaroa sem er lítill bær við sjóinn í um 1 1/2 klst fjarlægð. Það er reyndar hægt að keyra einhverja "túrista" leið þangað sem við gerðum auðvitað og hún er mun lengri og hlykkjóttari upp og niður brekkur. Á þessari leið lentum við líka einu sinni inni í miðjum kindahóp!

Í þessum bæ settust frakkar fyrst að á sínum tíma árið 1840 og búa afkomendur þeirra ennþá í bænum. Íbúatalan er núna tæplega 580 manns! Það er ýmislegt skemmtilegt að gera á svæðinu en það sem virðist vera vinsælast eru ýmiskonar siglingar til að skoða mörgæsir eða skoða og/eða synda með höfrungum. Við vonuðumst eftir því að geta tekið smá sundsprett með höfrungunum en það þarf víst að bóka það með nokkurra daga fyrirvara þannig að við geymum það aðeins. Við fórum hinsvegar á sjókayak þarna í frábæru veðri og nutum þess í botn. Þetta var svo líka góður bær til borða sjávarfang og við fengum okkur þess vegna hádegismat þarna til að ég gæti smakkað góðan fisk. Ég fékk disk með litlum humri, risarækju, kræklingi, reyktum laxi, hörpudiski ofl (sjá mynd) Þetta var mjög góður matur og ekki skaðaði að fá sér eitt gott glas af Akaroa hvítvíni með.

Í dag slöppuðum við svo af heima og ég fór á kvöldvakt á slysadeildinni. Á meðan ég var á kvöldvakt brunaði Einar á glæsivagninum og æfingasvæði hér á svæðinu og sló nokkra tugi bolta. Hann spjallaði við starfsmenn þar og er nú kominn með frían hring á einum af völlunum hérna og gott tilboð á félagsgjöldum fyrir tímann sem við erum hérna ef hann vill. Hann hafði þá áður fengið bók með afsláttarmiðum á ýmsa velli í golfbúð hérna nálægt. Hann er ekki lengi að þessu drengurinn!

Við Sirry ætlum svo að taka eina næturvakt um helgina en svo erum við í fríi þangað til um miðja næstu viku. Það er spáð góðu veðri um helgina þannig að það er aldrei að vita hvað við bröllum.....

Þar til næst, bestu kveðjur,
Kiwiarnir









3 comments:

Kaffikella said...

vóó! hvað Tinni hefði skemmt sér í þessari tilteknu ferð... honum finnst mjög gaman að smala!(hann smalaði á skólalóðinni um daginn) Af okkur er allt gott að frétta, Tinni orðinn "aðal" í þorpi Satans ;o)
Hann er búinn að vera mjög duglegur að losa vinkonu sína við alla kettina sem voru mígandi um allan garð- en ekki lengur :o)

Svona svo þið vitiða þá drekkum við Tinni líka morgunkaffi úti (en ekki í alveg eins miklum hita)

Ég vona að golfsettið hafi skilað sér í heilu lagi.

Bestu kveðjur frá Kaffikellu, Tinna og co

Anonymous said...

Halló krakkar - við pabbi erum byrjuð að skoða okkur um hér á svæðinu. Við fórum í gær, laugardag, niður til San Diego í Old Town sem er kallað Birthplace of California. Þar er nokkurs konar Árbæjarsafn, lítil spænsk gömul hús, litlar búðir og veitingastaðir. Við borðuðum mexíkóskan kvöldmat og göngum fyrir háþrýstingi síðan af öllum baununum!!
Kveðja frá mömmu og pabba.

Anonymous said...

hæhæ
jæja þetta lýst mér sjá fullt af myndum það er svo gaman að skoða þær mín uppáhalds er gírafa myndin
kv
gsm

heimsóknir