Ég mátti til að nefna það að við skelltum okkur í Antarctica center um daginn. Þetta var ágætis staður en við urðum þó fyrir vonbrigðum þar sem búið var að auglýsa heljarinnar mörgæsasýningu en í staðinn voru þarna örfáar litlar mörgæsir sem létu varla sjá sig. Ástæðan fyrir því að ég ætla samt að benda á þennan stað er að þarna er fólki boðið upp á að upplifa snjóstorm. Maður klæðir sig í úlpu (en er áfram á stuttbuxum) og fer inn í klefa þar sem á að vera hrikalegur stormur. Við íslendingarnir stóðum þarna inni heillengi og það kom smá vindhviða, blés aðeins upp bera leggina en við getum nú ekki sagt að við höfum orðið vör við mikinn storm, hvað þá snjó! Það var verra veður í Keflavík daginn sem við ætluðum úr landi! Það var svo lítið annað að gera á "suðurpólnum" en að renna sér í snjónum og borða ís!
Annars ætla ég að koma því á framfæri að ég er að fara að lesa og Einar fór á æfingasvæðið í dag.... jamm pabbi ;)
Wednesday, January 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
þið hafið ekkki farið til þeirra sem sjórna snjóstorminum og bent þeim á að þetta væri nú bara ekki stormur og sagt þeim að setja vélarnar á fullt plast fyrir ykkur??
kv
Gsm
Það er bara snilld að skoða þetta blogg :) Sér mjög vel á myndunum hvað það er massív stemning hjá ykkur!
Þið verðið að njóta dvalarinnar extra vel fyrir okkur hin sem eru hérna hinum megin á hnettinum í kuldanum! Maður er ekkert öfundsjúkur..nei nei...:)
Hafið það rosalega gott!!
Kv
Svanhvít
Heil og sæl!
Bara að láta vita af innlitinu :)
Það virðist vera nóg að gera NS - gaman að því.
Kv. Berglind
Það er alveg frábært að sjá hvað þið skemmtið ykkur vel :-)
Hérna megin er prógrammið ekki alveg eins spennandi og hjá ykkur...bara mála læra vinna, það sem breytist kannski helst er röðin á þessu þrennu.
Hafið það rosa gott,
knús og kossar
E+D
Hæhæ fyrrum sambýlismenn mínir... :) maður kíkir ekki hérna í nokkra daga og þá er bara allt orðið fullt af færslum!! frábært, keep up the good work... :)
við orri erum bara hress hérna í villunni okkar, dreifum úr okkur hér og þar... læri inni hjá ykkur, fer á netið inni hjá pabba, legg mig í lazy boy-inum inni hjá mömmu og bora í nefið inná skrifstofunni hans einars!! ;)
ég sá að Þrúður talaði um að tinni væri orðinn kengúra, fyndið, ég hugsaði einmitt það sama um orra um daginn, við vorum úti og hann hoppaði um allt jafnfætis og hvarf alltaf inn á milli í sköflunum!! þessi snjór er náttla bara eitthvað grín! Ég kom líka heim um daginn og komst ekki inní innkeyrsluna á mömmubíl, nennti ómögulega að moka svo að ég tók jeppann og þjappaði niður allt stæðið á 5min!! það var bara fram og tilbaka, fram og tilbaka, fram og tilbaka.. you get the point! hahahaha snilld...
katrín kom í mat í gær sem var æði.. ég hef verið aðeins of löt við að elda og hef endað með því nokkur kvöld að borða popp úr poppvélinni eða jafnvel bara snakk í kveldsmat.. ekki nógu gott...
en batnandi manni er best að lifa, right?? :)
vá, róleg bara búin að skrifa heila bloggfærslu hérna...
ég er hætt!! bæ í bili...
margó
he,hemm! Ég sé það að ég hefði bara átt að sleppa því að kíkja hingað inn, Ég byrja bara að skoða ferðamannaskrifstofurnar mig langar svo til útlanda eftir að hafa skoðað myndirnar ykkar:) svo komið þið ekki heim fyrr en eftir 2 mánuði! Ykkur verður nú farið að leiðast og getið þá ekki beðið eftir rokinu og rigningunni;)hehe
kv. Gauti, Gróa & Sólmundur
http://www.barnaland.is/barn/51186/
Jiiii hvað það er gaman að kíkja hérna við! Dreifir aldeilis huganum frá steypuvinnu, einangrun og rifrildum við iðnaðarmenn.
Verður ekki myndakvöld með kommentum þegar þið komið heim og boðið upp á grillaðar mörgæsabringur?
Bestu kveðjur, emm dsjí
Post a Comment