.jpg)
Jæja, þá erum við komin aftur til Christchurch. Það virðast vera vangaveltur um það hvort við Sirrý séum aldrei á spítalanum.... jú við förum nú alveg þangað ;) Ég hef bara lítið tjáð mig um það. Reglurnar þar eru þannig að maður má vinna nokkrar vaktir í röð og fá nokkra daga í frí. Núna tökum við til dæmis nokkrar vaktir í röð til að "safna" fyrir næsta fríi :)
En nóg um það.....
Við fórum sem sagt í ferðalag eftir ströndinni suður frá Chrischurch. Set hérna inn kort sem Einar er búinn að merkja leiðina inn á.
Fyrsta daginn keyrðum við niður til Timaru, Oamaru og Dunedin. Í Timaru borðuðum við picnic og höfðum það notalegt í sólinni. Í Oamaru eyddum við heilmiklum tíma í að bíða eftir guleygðum mörgæsum sem koma upp á ströndina við bæinn rétt áður en það dimmir. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim koma í land en selirnir á ströndinni héldu uppi fjörinu á meðan við biðum. Við stoppuðum á leiðinni á milli Oamaru og Dunedin og skoðuðum Moeraki steinanna sem eru í fjörunni rétt fyrir neðan veginn. Þetta eru ótrúlegir steinar og í raun ekkert hægt að lýsa þeim, vísa bara í myndirnar hér fyrir neðan. Í Dunedin fórum við og skoðuðum Royal Albatross fuglana en þetta eru mjög fallegir og sjaldgæfir fuglar sem búa á örfáum stöðum í heiminum. Það má til gamans geta að vænghaf þeirra er um 3 metrar og líkamsþyngdin um 6 - 7 kg. Það var ansi leiðinlegt veður þennan dag, hvasst og rigning en það var víst gott mál þar sem þessir fuglar láta helst sjá sig í þannig veðri :) Í Dunedin er einnig brattasta gata í heimi og við fórum að sjálfsögðu og gengum upp hana og skokkuðum svo niður ;)Við gistum í litlum bæ rétt fyrir utan Dunedin fyrstu nóttina, á hosteli á bóndabæ. Það var mjög notalegt og bóndinn hinn hjálplegasti með að skipuleggja næstu daga ferðarinnar. Frá Dunedin keyrðum við svo til Queenstown sem er einskonar adrenalín höfuðborg Nýja Sjálands. Við gistum á leiðinni þangað í litlum bæ sem heitir Roxburgh og fengum þar ágætist steik á eina veitingastað bæjarins en þar vorum við einu gestirnir.
Það er heilmikið úrval af allskonar stökkvum, í línu eða fallhlíf, ferðum niður jökulsár á stórum bátum, röftum eða bara litlum brettum og margt margt fleira í Queenstown. Við fórum fyrst í svokallaðan jet boat sem er 3.5 tonna bátur sem þarf ekki nema 10 cm djúpt vatn til að komast áfram. Hann þeytir því einhvernveginn út að aftan og kemst áfram með allt að 80 km hraða. Við fórum með þessum bát niður jökulsá á 75 - 80 km hraða, í gegnum gil og tókum öðru hvoru 360° sveiflur í ánni. Mjög gaman það!! Eftir þetta fórum við upp fjallshlíðina við bæinn með kláf og horfðum þar uppi á Maori sýningu en Maori fólkið settist fyrst að hér á Nýja Sjálandi. Þetta var mjög flott sýning og gaf góða innsýn inn í þeirra menningu. Við Sirrý vorum drifnar upp á svið og látnar taka þátt í dansi og gekk það misvel þar sem í þessum dansi fólst meðal annars að stíga skref og grípa lítinn bolta í bandi í takt en þetta tvennt verður seint talið til minna styrkleika! Við gistum svo í bæ rétt fyrir utan Queenstown sem heitir Arrowtown en þar settust kínverjar að á sínum tíma til að leita að gulli.
Daginn eftir tók svo við það sem okkur fannst held ég öllum skemmtilegast í ferðinni, river surfing. Í þessu fórum við líka niður jökulsá en í þetta skiptið lágum við á maganum á litlum brettum. Þetta var ægilegt fjör! Ég lenti í eitt skiptið til hliðar í einhverju iðustreymi og skall með lærið utan í stein og hlaut þennan líka myndarlega marblett í kaupbæti! Ungu mennirnir sem fóru með okkur niður ánna eiga hrós skilið fyrir að passa upp á okkur og kippa manni áfram um leið og maður dróst eitthvað aftur úr eða fór út af leið. Svo var einn þeirra sem tók þetta allt saman upp á myndband og við vonumst til að geta sýnt ykkur það hérna á síðunni :) Eftir þetta áttum við notalegan dag í Queenstown og keyrðum svo yfir til Wanaka rétt fyrir norðan og gistum þar.
Í Wanaka skoðuðum við mjög skemmtilegt safn, Puzzle World sem inniheldur allskonar þrautir fyrir augað og ekki var allt sem sýndist þar inni! Fyrir utan safnið var svo völundarhús sem við þvældumst um heillengi. Við fórum einnig í dóta og vélasafn sem innihélt ótrúlegustu hluti en var því miður illa sett upp þannig að munirnir nutu sín illa. Eftir að hafa skoðað þessa bíla fórum við svo og kynntum okkur öllu stærri bíla, Monster Trucks og fengum að keyra einn slíkan í smá torfærum.
Frá Wanaka héldum við síðan til Lake Tekapo þar sem við gistum á litlu gistiheimili við vatnið.Þetta var án alls efa besta gistingin með ótrúlegu útsýni og við fengum í raun litla íbúð fyrir okkur fjögur. Við áttum frábært kvöld þarna í The Chalet. Frá Lake Tekapo keyrðum við svo yfir til Mt Cook sem er hæsta fjallið hér í þessari heimsálfu og hluti af Suður Ölpunum. Svæðið þarna í kring er vægast sagt ótrúlegt og fegurðin gríðarleg. Á þessu svæði er safn sem er tileinkað Sir Edmund Hillary en hann fór ásamt Tensing Norgay fyrstur á toppinn á Everest, eins og margir vita eflaust. Hann var héðan frá Nýja Sjálandi en lést stuttu eftir að við komum hingað. Það var mjög gaman að skoða þetta safn og horfa á myndir um hann og ferðina á Everest. Það má til gamans geta að Mt Cook var æfingarvöllur Hillary fyrir Everest og við safnið er stytta af honum þar sem hann horfir á toppinn á Mt Cook. Á þessu svæði er líka jökull, Tasman jökullinn, og fyrir framan hann er jökulsárgljúfrið hér. Það getur hver og einn metið hvort er fallegra, þetta eða það íslenska :)
Frá Wanaka héldum við síðan til Lake Tekapo þar sem við gistum á litlu gistiheimili við vatnið.Þetta var án alls efa besta gistingin með ótrúlegu útsýni og við fengum í raun litla íbúð fyrir okkur fjögur. Við áttum frábært kvöld þarna í The Chalet. Frá Lake Tekapo keyrðum við svo yfir til Mt Cook sem er hæsta fjallið hér í þessari heimsálfu og hluti af Suður Ölpunum. Svæðið þarna í kring er vægast sagt ótrúlegt og fegurðin gríðarleg. Á þessu svæði er safn sem er tileinkað Sir Edmund Hillary en hann fór ásamt Tensing Norgay fyrstur á toppinn á Everest, eins og margir vita eflaust. Hann var héðan frá Nýja Sjálandi en lést stuttu eftir að við komum hingað. Það var mjög gaman að skoða þetta safn og horfa á myndir um hann og ferðina á Everest. Það má til gamans geta að Mt Cook var æfingarvöllur Hillary fyrir Everest og við safnið er stytta af honum þar sem hann horfir á toppinn á Mt Cook. Á þessu svæði er líka jökull, Tasman jökullinn, og fyrir framan hann er jökulsárgljúfrið hér. Það getur hver og einn metið hvort er fallegra, þetta eða það íslenska :)
Frá Mt Cook keyrðum við svo heim á leið þreytt en sátt með ferðina.
Það er nokkuð ljóst að ég stiklaði á stóru í þessari ferðasögu en nánari lýsing hefði held ég orðið allt of löng lesning :) Eins og alltaf koma hér á eftir myndir úr þessari ferð og vona ég að þið njótið vel.
Kveðja,
Guðrún sem er að fara að læra :)
Guðrún sem er að fara að læra :)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
4 comments:
Flottar myndir og greinilega gaman hjá ykkur.
Sólbrenndur nebbi sá ég - Guðrún, þú manst að passa "förin" svo þú þurfir ekki skíðabúning í sumar!
Kveðja
Þrúður, Tinni og co.
hæ hæ vá hvað þetta hefur verið gaman flottar myndir!!!!!
ég Hemmi og Krummi vorum hjá Orra í nótt og hann er í góðum fíling duglegur að borða og fékk nudd hjá Hemma og klapp og knús hjá mér.
Krummi og Orri deildu beini það voru tvö bein en þeir urðu að borða sama beinið
hlakka til næstu færslu
kv
gsm
Vá! þetta var löng færsla, en ég var rosa dugleg og las hana alla.
Frábært að það sé hægt að safna upp frídögunum og fara í svona ferðir, greinilega nóg að skoða. Verð að komast til Nýja Sjálands fljótlega.
Hlakka til að lesa um fleyri ævintýri.
Kv. Erla.
Frábær mynd af Bjartmari og Einari að kúra saman! Æði ;)
Post a Comment