Monday, January 28, 2008

Zzzzzz...

Jæja, þá höfum við Sirrý prófað að sofa í röntgenfundi á Nýja Sjálandi! Vorum á næturvakt frá 23 í gærkvöldi og vorum svo brattar í morgun að við ákváðum að mæta í kennslu og röntgenyfirferð til 9. Þegar ljósin slokknuðu og röntgenmyndirnar birtust færðist yfir okkur þessi gamla tilfinning og við skiptumst á að sofna, sem betur fer aftast í stofunni og í myrkri ;) Það svo voru tveir þreyttir læknanemar sem örkuðu heim í morgunsárið. Góð vakt samt.
Einar fór í kennslu hjá golf þjálfara í dag og var bara ánægður með það. Hann er búinn að panta hjá honum aftur.

Næturvakt aftur í nótt, þar til næst....

G.

1 comment:

Kaffikella said...

Alltaf gott að sofa ;o)

heimsóknir