Monday, January 14, 2008

Polly

Við máttum til að kynna ykkur fyrir þessum skemmtilega hundi sem við rákumst á hér á götum Christchurch um daginn. Hún heitir Polly og var að skemmta vegfarendum í listahverfinu. Hún gerði ýmislegt skemmtilegt meðal annars að þeysa um á hjólabrettinu sínu og ýta á flautuna til að fá nammi. Hún dansaði rokk, gat gelt í samræmi við tölur sem voru nefndar, gelt í takt við sungin lög og sótt peninga sem maður henti á gangstéttina og sett í hatt. Það má einnig benda á myndina þar sem hún er með nammið á trýninu en hún hélt því þar þangað til henni var boðið að fá sér. Undirrituð hafa lengi reynt að fá Tinna til að sætta sig við að geyma nammi á trýninu með lélegum árangri og sælkerinn Orri er þeim mun verri í þessum málum. Þetta kemur einhvern daginn!

G + E

4 comments:

Anonymous said...

hún er æði vá að geta þetta allt saman !!!! ég er einmitt buinn að vera reyna að gera þetta við Krumma og hann skilur ekki að matur eigi að vera kyrr á nefniu á sér. Það er einhver sem sagði honum allur matur á að fara upp í mun og ofan í maga en ekku upp á nef og bíða.
góða skemmtun með höfrungunum knúsaðu þá frá mér
kv
gsm

Anonymous said...

Hæ gæs!

Flottur hundur mar. Hvernig er það annars, eru bara minigolf vellir þarna??

Vildi bara benda á að Björk er komin til Nýja Sjálands ef það hefur farið framhjá ykkur. Ég mæli með því að þið farið á tónleka með henni ef það er tækifæri til. Það er mögnuð upplifun, þið sjáið ekki eftir því.

Kv. Bjarkar aðdáandinn Erla J.

Kaffikella said...
This comment has been removed by the author.
Kaffikella said...

kann Tinni ekki þetta trix? spurning hvað hann kann í vor ;o)

Annars erum við búin að breyta honum í Kengúru! Það er svo mikill snjór hér núna að þegar við fórum út í morgun þá þurfti hann að hoppa um allt og ég að vaða snjó upp í mitti - já mitti! (ég er samt ekki dvergur)
Við Tinni erum búin að fá hreyfingu fyrir vikuna! Hann liggur eins og dauður á gólfinu á meðan ÉG þarf að læra. Hann er svo þreyttur eftir þennan klukkustundar hoppitúr að hann afþakkaði að fara út í snjóinn með börnunum - þá er hann nú alveg búinn á því!

heimsóknir