Friday, February 22, 2008

Kaikoura

Jæja, þá heldur ferðasagan áfram.
Eftir um það bil tveggja klukkustunda keyrslu í norður komum við í lítinn bæ við sjóinn sem heitir Kaikoura. Það er tvennt sem er mikilvægt að gera í Kaikoura. Annars vegar eru selir ansi algeng sjón á nokkrum stöðum umhverfis bæinn og á þessum tíma eru þeir með litla kópa. Það er mælt með því að ferðamenn berji þá augum. Kóparnir eru ekki syndir og það er því auðvelt að sjá þá á steinunum við ströndina. Hins vegar er bærinn frægur fyrir góðan humar, sem kallast crayfish hér og fæst hann á flestum stöðum í bænum. Ég heimtaði að sjálfsögðu að fá að smakka þennan crayfish en vissi þá reyndar ekki að þetta væri humar. Verð samt að viðurkenna að sá grunur læddist að mér þegar ég smakkaði matinn þar sem hann líktist Maine humri ótrúlega mikið, bæði í útliti og bragði. Ég komst svo að því nokkrum dögum seinna að crayfish og humar er það sama. Mjög góður matur :)

Það var frábært að fylgjast með kópunum og við misstum aðeins stjórn á okkur í að mynda þá. Reyni samt að halda aftur af mér í að setja inn myndir hér!
Var annars að koma af kvöldvakt og er að hugsa um að fara að sofa.

Góða nótt,
Guðrún






No comments:

heimsóknir