Sunday, February 10, 2008

Lítið að frétta

Góðan daginn,

það hefur verið lítið að frétta síðustu daga. Ég var á vöktum alla helgina og Einar æfði sig. Ég er að safna fyrir fríi sem byrjar á morgun, þriðjudag. Þá ætlum við að fara norður og byrja í bæ sem heitir Nelson og fara svo vestur til Abel Tasman sem er þjóðgarður. Á fimmtudagsmorgun byrjum við svo í þriggja daga kayak ferð um Abel Tasman. Ég hugsa að við komum svo til baka á mánudaginn.

Við fórum síðasta laugardag og horfðum á endann á Coast to Coast keppninni eins og ég nefndi um daginn. Við fórum eftir vakt hjá mér og keyrðum að brú þar sem maður gat staðið og horft á keppendur koma í land eftir tæplega 70 km kayakferð og hoppa á hjólin sín. Það var magnað að sjá fólkið koma í land, sjá þau hoppa upp úr bátunum, skokka hálf útskeif af stað, rífa sig úr jökkum, björgunarvestum ofl á hlaupum og aðstoðarmenn hlaupandi í kring að rétta þeim og taka við dóti frá þeim. Við vorum þarna á brúnni í u.þ.b. hálftíma og náðum þá akkurat að sjá Hilmar og Svövu koma í land. Við keyrðum svo til Sumner og vorum þar í smá stund og sáum þau líka koma í mark þar! Það var mjög gaman. Í Sumner stökk fólk af hjólunum og þurfti svo að skokka síðustu metranna á ströndinni í markið og það var ansi áhugaverður hlaupastíll sem tók við í sandinum þegar fólk lauk 70 km hjólaferð! Ég set inn mynd af leiðinni sem keppendur fara og hvernig hún skiptist upp. Menn fara þetta annaðhvort á einum eða tveimur dögum.

Bestu kveðjur þar til næst
Guðrún




3 comments:

Kaffikella said...

Einar - ég býð ennþá eftir commentum frá þér á mótaskránna hjá strákunum!

Anonymous said...

Vá, þvílík tilviljun, ég tók einmitt þátt í svona keppni hérna sjálf um árið... EINMITT!!! hhahahha.. vá þetta hlýtur að vera viðbjóðslega erfitt! ég held að ég dragi hendina upp úr snakkpokanum núna og fari í ræktina... :)
góða ferð í ferðalaginu... fariði nú varlega elskurnar..
kv. muncher

Kaffikella said...

drukknuðuð þið nokkuð? það eru komnir nokkuð margir dagar síðan þið lögðuð af stað! Hvernig væri að blogga um ferðina!

Líður tíminn kannski öðruvísi á Nýja Sjálandi en á Íslandi?

Allavega I miss you so call my when you come back ;o)

heimsóknir