Jæja, þetta þarfnast alveg sér færslu..... Í gærkvöldi spurði ég Einar hvað honum fyndist að við ættum að borða í kvöldmat eins og ég geri nú svo sem af og til. Það sem gerði þetta að merkilegri stund var að Einar stakk upp á því að við færum á sushi veitingastað! Ég hélt ég liði útaf. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að neita sushi bita en hingað til hefur Einar snúið baki við þessum mat. Ég lét nú ekki segja mér þetta tvisvar, skellti á mig rauðum varalit og dró Einar út á hlaupum. Við fórum á lítinn japanskan veitingastað sem heitir Ichiban og maturinn var frábær. Við fengum okkur Tempura rækjur, Dynamite rúllu og Spider rúllu sem var tileinkuð Gunna sem kynnti þessa rúllu til leiks á sínum tíma (við skáluðum í sake fyrir þér Gunni!) Einar varð nú bara að samþykkja að maturinn var mjög góður og var hinn sáttasti með kvöldið. Þið hefðuð átt að sjá hvað ég var glöð!!
Ég tók auðvitað myndir af Einari á staðnum, ein er af honum með forréttinn, önnur að drekka sake, þriðja með skál af miso súpu og síðasta af sushi diskunum.
Frábært kvöld!
.jpg)
.jpg)
.jpg)
5 comments:
VEI! Nú get ég haft fisk í matinn í sumar!
Þetta lítur vel út. Þarf endilega að fara að læra að borða þetta. Veit ekki með sakeið!! Hef bara smakkað það einusinni, á japönskum stað í Fransí með þér Guðrún :) gúd tæms. Smakkaðis eins og ylmvatn ef ég man rétt.
Kv. Erla.
Rosalega er þetta skemmtileg ferðasaga. Maður dauðöfundar ykkur bara. En ég verð nú líka að segja að ég er ósköp fegin að vita af því að þið eruð komin heim heil á húfi.
Ég á nú eftir að vera hér í La Jolla í 3 daga :( Legg af stað heim á mánudag og lendi í Keflavík að morgni þriðjudagsins 26. feb.
Kveðja frá Kaliforníu...
PS ... og Einar orðinn sólginn í sushi!!
Vá snilld, Einar og sushi!! I never thought I´d see the day... ;)
ekkert smá gaman að lesa um ævintýri ykkar!!! Skil ekki hvað fólk er að rífa sig að þú sért ekki að vinna, fokk það, MEIRI FERÐALÖG!!!!!!! :)
En já mamma kemur heim 26.!!! vei, og þið hvað 27.??? er það ekki bara?? haha...
hlakka nú samt til að fá ykkur :)
kv. margrét.
uhh. Sake er verst!! ég fæ bara hroll af tilhugsuninni.
Post a Comment