Saturday, March 15, 2008

Komin aftur til Christchurch

Við erum sem sagt komin aftur úr ferðinni okkar sem var frábær. Við vorum reyndar að enda við að snúa íbúðinni og bílnum á hvolf.... Það var þannig að passinn hans Einars fannst allt í einu ekki. Ég tók þá báða með í ferðina ásamt tryggingarupplýsingum fyrir okkur eins og alltaf þegar við erum í einhverjum svona ferðum. Ég kom þessu sérlega vel fyrir öllu saman og tók þá frá þegar við fórum í kayakferðina sjálfa. Hafði þetta nú samt þannig að hægt væri að finna pasanna í bílnum okkar ef eitthvað kæmi upp á. Þegar við vorum að ganga frá dótinu og skipta í bunka í það sem átti að fara með og það sem átti að verða eftir í bílnum hefur passinn eitthvað fært sig til. Hann lenti í "snakk og kex sem á ekki að fara með heldur verða eftir í bílnum" bunkanum og var mjög vel komið fyrir ofan í litlum pappakassa innan um litla snakkpoka og slíkt. Við tókum eftir því í morgun að passinn var ekki á sínum stað þegar við kíktum í töskuna sem varð eftir í bílnum. Kenndum því bara um að ég væri orðin rugluð og passinn væri bara í Christchurch (þegar við vorum búin að rífa allt upp úr töskunni og allt út úr skottinu á bílnum) Eftir komuna aftur hingað var heldur betur leitað í ÖLLU! Örvæntingarfull og þreytt eftir að hafa ruslað svona til hentum við okkur í sófann og gripum um höfuðið.... En þegar Einar hallaði höfðinu niður blasti við honum ansi pattaralegur lítill kassi, fullur af dóti og það eina sem hafði ekki verið rifið í frumeindir í íbúðinni.... og viti menn, þar var passi litli. Okkur líður mun betur núna en höfum enga orku í að skrifa um ferðina ;)

Hef ég nokkuð sagt ykkur frá því þegar Einar týndi veskinu sínu rétt áður en við fórum norður til að vera við ferminguna hans Ingva?? Og Ingvi fékk auka glaðning í pakkanum sínum frá okkur! Ég verð að passa mig, Einar gæti bara pakkað mér ofan í kassa.... Þið vitið hvar á að leita ef ég finnst ekki einhvern daginn :) Það er best að ég lesi þennan hluta af færslunni ekki upphátt fyrir Einar, hahahahahahaa!!

Þangað til á morgun.
Rympa á ruslahaugnum

5 comments:

Anonymous said...

ahahahahhahhhhahahah.... EINAR!!! þið eruð nú meiri grallararninr... :) gott að heyra að þið séuð komin "heim" samt, heil á húfi... hlakka ógó mikið til að sjá ykkur rússssínubollurnar mínar... :D
heyrumst...
margó

Kaffikella said...

Eða þegar hann "týndi" bíllyklunum í Bakkakoti? (múhahahaha)

Tinni biður örugglega að heilsa en hann er reyndar "dauður" á gólfinu eftir að hjóla út um allt áðan og leika við Dimmu!

Anonymous said...

Allt getur nú gerst:-) Kemur þú, Guðrún, ekki bara heim í handfarangri? Torfuneskveðjur úr 10°frosti og ég sem var að "þurrka" þvott úti!
Bilda.

Anonymous said...

Þið eruð náttúrulega alveg sko! Kannast reyndar alveg við þetta syndrome, talandi um fermingarveislur og svona, þá var það þegar Margrét Lára fermdist. Ég fékk panikk kast af því ég týndi annarri linsunni minni, leitaði gersamlega út um allt, þá voru BÁÐAR í öðru auganu (c; hehe
Hlakka annars til að lesa næstu ferðasögu!
MG

Anonymous said...

hahahhahahah þið eruð snillingar en vá hvað það er vond tilfing að týna svona hlutum
kv
Guðrún Hemmi og Krummi

heimsóknir