Sunday, March 23, 2008

LA og La Jolla

Sæl öll,
nú erum við komin til La Jolla til pabba eftir að hafa verið í tvo daga hjá Steinari í Los Angeles. Við lentum á flugvellinum í LA um miðjan dag á föstudaginn eftir að hafa flogið í 11 klukkustundir um nóttina. Við fórum beint í skoðunarferð með Steinari og þar hófst þvílíkt matarprógramm. Við byrjuðum í Beverly Hills á ítölskum veitingastað þar sem við fengum humar ravioli og frábæran antipasti disk. Eftir að hafa troðið okkur í gegnum hóp paparazzi ljósmyndara sem höfðu frétt að við værum á svæðinu komumst við nú samt út í bíl aftur (aumingja Christina Aguilera sem var þarna á gangi með eiginmanni sínum var örugglega leið yfir því hvað ljósmyndaranir höfðu mikinn áhuga á okkur..... eða kannski ekki) Eftir þetta fórum við á frábæran sushi stað sem heitir Matsuhisa og var fyrsti staðurinn sem Nobu Matsuhisa opnaði áður en hann opnaði svo Nobu staðina sem eru heimsfrægir sushi staðir. Maturinn þar var vægast sagt ótrúlegur. Steinar pantaði fyrir okkur hina ýmsu framandi rétti allt frá nokkrum tegundum af túnfisk sashimi yfir í ígulker, skötuselslifur og japanska fjallakartöflu sem var rifin niður í froðu. Merkilegastar verða þó að teljast kæstu sojabaunirnar sem Steinar panaði en með þeim vorum við Einar úr leik í ævintýrasushibransanum, heldur frumlegt kannski ;) Við enduðum svo matarupplifunina þann daginn á frönskum veitingastað þar sem við drukkum espresso og borðuðum créme brulé og tvær tegundir af búðing. Á leiðinni heim stoppuðum við í vínbúð sem Steinar þekkir vel og eigandinn þar valdi fyrir okkur rauðvín sem við kynntum okkur fyrir svefninn.

Á laugardeginum prófuðum við fjórar tegundir af hamborgurum (deildum einum fjögur saman á hverjum stað), kynntum Einar fyrir almennilegum donuts, fengum okkur kaffi og möffin, borðuðum franskt bakkelsi (meðal annars bestu möndlu croissants sem við höfum smakkað)hvítlauks naan brauð, apríkósulamb og risarækjur í forrétt á indverskum veitingastað en aðal matur kvöldsins var svo á tælenskum stað þar sem Steinar valdi nokkra forrétti fyrir okkur til að smakka. Þetta var alveg frábært. Á milli þess sem við borðuðum frábæran mat skoðuðum við stjörnurnar á Hollywood Boulevard, skelltum höndunum í steypuförin fyrir utan Chinese Theatre, tókum myndir af Hollywood skiltinu, fórum í Apple búðina, skoðuðum (og keyptum) bækur í Barnes and Nobles og misstum vitið í Amoeba record store þar sem hægt var að kaupa alla þá diska eða plötur sem manni dettur í hug og mikið úrval er líka af notaðri vöru á góðu verði. Þetta var ótrúlegur staður! Við kynntum okkur high definition gæði í sjónvarpsbúð og Einar keypti sér tölvuleiki fyrir nýju Playstation tölvuna sem hann fékk í jólagjöf en hefur nú ekki ennþá fengið að prófa :) Steinar og Sid stóðu sig þvílíkt vel í að kynna okkur svæðið og við vorum sátt og glöð þegar við fórum að sofa í gær.

Í dag vöknuðum við og skelltum okkur í morgunmat í súkkulaðibúð þar sem við gæddum okkur á heitu súkkulaði og konfekti (alvöru morgunmatur!) Við fórum svo í Whole Foods búðina þeirra feðga sem er vægast sagt rosaleg! Þetta er ótrúlegur staður þar sem allt er til þar með talið yfir 280 tegundir af súkkulaði og yfir 200 tegundir af konfekti. Það er meira að segja hægt að kaupa súkkulaðibjór þarna. Fyrir utan úrvalið af matvöru, snyrtivöru, heilsubótarefnum og fatnaði er líka gott úrval af mat sem hægt er að borða á staðnum.
Við fórum svo í kaffi á franskan stað og gæddum okkur á croissants og pan au chocolate áður en við renndum af stað til La Jolla til að hitta pabba.

Við borðuðum svo öll saman kvöldmat hér í La Jolla á veitingastað sem heitir Crab Catcher en pabbi var búinn að panta borð með útsýni yfir ströndina og sjóinn. Við fengum ótrúlegan mat, humar, steik, krabba, rauðvín og hvítvín en allt byrjaði þetta nú með góðum kokteil :) Við löbbuðum svo og fengum okkur ís á stað þar sem maður velur sér fyrst ístegund og síðan það sem maður vill fá saman við ísinn en þetta er svo allt hnoðað saman með sleif á kaldri plötu. Rosalega gott!

Í fyrramáli ætlar Einar svo að fara og kynna sér Torrey Pines golfvöllinn hérna nálægt pabba. Steinar og Sid eru farnir heim og við sitjum hérna þrjú og slöppum af fyrir svefninn.

Við komum heim seint á miðvikudagskvöldið.

Góða nótt,
Guðrún

4 comments:

Anonymous said...

Ekki furða að ameríkanar eru upp til hópa of þungir ef þeir eiga allir svona daga eins og þið :)
Er það nokkuð það eina sem hægt er að gera þarna, borða?

Hafið það gott það sem efir er (sem er nú stutt þar sem þið verjið örugglega öllum morgundeginum í ferðalag) Sjáumst hress og kát fljótlega.

Kv. Erla.

Anonymous said...

Guð minn álmáttugur!!! Var gubbað í þar til gerðar postulínsskálar eftir hverja máltíð? En þetta eru ekki eðlilega girnilegar lýsingar...fyrir kannski svona vikuferð (c;
Góða ferð heim!

Anonymous said...

Vonandi sleppið þið við flug yfir daginn, það var hræðilegt!

Anonymous said...

Iss, þetta var ekki neitt, borða meira, meira, meira!!! haha...
hey, sjáumst í KVÖÖÖÖÖÖLD!!!!!
góða ferð heim...

heimsóknir